Grjónagrautur
Borðaði um daginn grjónagraut heima hjá mömmu, mjög gott enda langt síðan og sjaldan sem maður fær sér grjónagraut.
Þetta er svo sem ekki frásögu færandi en það er eitt sem ég skil ekki. Ég vil nefnilega grjónagrautinn minn þykkan og sömuleiðis Adam bróðir og bæði ólumst við upp hjá mömmu sem gerir þunnan grjónagraut þ.e.a.s. með miklri mjólk í..... það var barningur svona nánast þegar ég var yngri í sambandi við þetta og mamma sigtaði síðan iðulega grautinn minn svo ég fengi hann þykkan.
Skrýtið.
Maður getur lent í ýmislegu skondlegu í vinnu 2 eins og gerðist hjá mér í gærkveldi - þar var ég spurð að því hvort hann (sá sem ég var að tala við) gæti ekki bara hringt í mig - orðið minn símavinur. Sem betur fer var ég fljót að hugsa og svara að ég væri nú sjaldan heima þannig að það mundi gagnast honum lítið.
Bleh
miðvikudagur, september 21, 2005
Birt af Linda Björk kl. 11:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli