Klukk
Jæja klukkuleikurinn er að fara eins og eldur um sinu í bloggheiminn. Ég var klukkuð af Skottu og ákvað að vera ekki félagsskítur og taka þátt og finna fimm gagnslaustar upplýsingar um mig :)
1. ég er frekar matvönd en er aðeins að lagast með árunum. Hef frekar viljað líta á þetta þannig að mér er umhugað hvað ég set ofan í mig ;)
2. ég er haldinni ferðabakteríu – langar að ferðast um allan heiminn og slefa nánast yfir fólkinu sem hefur látið þetta rætast. Er samt ekki gott að hafa þessa samblöndu matvendni og ferðabakteríu.
3. ég ætlaði mér að verða bóndi þegar ég var lítil en þegar ég fattaði að bændur kæmust sjaldan í frí til þess að ferðast þá hætti ég við það.
4. mér finnst eitthvað magnað við kýr – þegar ég var í sveit þá tók ég eitt sinn mynd af öllum kúnum.
5. ég hef flutt ótrúlega oft um ævina og lengsta sem ég hef búið í sama húsi er að ég held 3 ár.
Ég ætla að klukka litlu systur, Sivar, Salomon, Ásdísi og Fjólu frænku.
Þar hafið þið það.
bleh
laugardagur, september 17, 2005
Birt af Linda Björk kl. 09:43
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli