BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, september 20, 2005

Matarboð

Bauð foreldrunum og nöfnu í mat á laugardagskvöldið sem heppnaðist bara mjög vel. Ég verð bara að taka það fram að ég er hreinn snillingur (ekki meint sem kaldhæðni að þessu sinni).

En snilldin fólst í því að ég bauð þeim í mat og þau elduðu matinn sinn sjálf :) - ojá. Þannig að í hvert skipti sem þau hrósuðu matnum voru þau í raun að hrósa eldamennskunni hjá sjálfum sér hehehe.

Hversu mikil snilld er það.

Ástæða þess að þau elduðu sjálf er að það var racklett þannig að þeir sem voru farnir að blóta letinni minni að geta ekki einu sinni eldað fyrir foreldrana geta hætt því núna.

snilld

0 Mjálm: