Baðreynsla
Jamm búin að prófa baðið - stóðst ekki mátið og get heldur ekki farið skítug til Danmerkur.
En þetta var merkileg lífsreynsla - baðkerið mitt er nefnilega ekki stórt og til þess að ég gæti bleytt og þvegið hárið þá þurftu lappir að fara upp á vegg og hausinn niður. En er ánægð með þetta samt sem áður. Mun líka lagast þegar ég fæ sturtuhausinn :)
Samband er líka komið á við gaurinn sem ég fæ far með til Þýskalands, leggjum af stað kl. 9 á föstudagsmorgun. Verðum bara 2 í bílnum - vonandi er geislaspilari í bílnum. Hann á víst að vera sætur að sögn brúðar en hann er frátekin. En þetta hlýtur að reddast allt saman...ferðalagið sko :)
jæja fer að fara
þriðjudagur, september 06, 2005
Birt af Linda Björk kl. 11:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli