Jæja
Jæja - ein helgi búin og vinnuvika framundan - síðan fullt af vinnuvikum framundan.
Einn ljós punktur var þegar ég byrjaði í vinnunni eftir frí í seinustu viku var að nokkrir starfsmenn sem voru í vor eru komin aftur, 2 stelpur frá Kanada og einn spænsk/ameriskur strákur :) þannig að þetta er að koma í horf í smá tíma eins og það var í vor starfsmannalega séð.
Tók þátt í catan móti um helgina -gekk ekki vel. Af þremur spilum sem ég spilaði þá var bara eitt skemmtilegt, eitt hundleiðinlegt (mest útaf spilurum þó) og eitt allt í lagi.
4 dagar
mánudagur, september 26, 2005
Birt af Linda Björk kl. 13:33
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli