BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, september 16, 2005

Snillingur

Ég er algjör snillingur!

Á Kastrup flugvelli þræddi ég bókabúðirnar (voru 3 staðir) til þess að leita mér að bók til þess að taka með í flugið. Leist voða lítið eitthvað á úrvalið hjá þeim öllum enda allt að mig minnir sama búðin með sömu bækurnar svona nánast. Nema í þeirri seinustu sá ég bók eftir Isabelle Allende. Ég tók hana niður af hillunni og las aftan á hana. Þetta var semsagt bók sem ég var ekki búin að lesa og plús það þá var þetta bók nr. 2 sem ég átti eftir að lesa en var búin með nr. 1 og 3 (sjálfstæðar sögur). Ég hoppaði næstum því hæð mína af kátínu og ákvað að kaupa þessa bók. Las síðan af mikilli áfergju í flugvélinni.

Nema hvað þegar ég kom heim í gær og var að ganga frá dótinu og meðal annars tveimur bókunum sem ég kláraði í ferðinni þá rek ég augun í bækurnar eftir Isabelle Allende og gettið nú. Ég átti helv... bókina. Hafði bara sett hana upp í hillu því ég hafði ekki tíma til þess að lesa hana þegar ég fékk hana og hef síðan gleymt henni :(. Þvílíkur auli.
Þannig að nú á ég sömu bókina í tveimur eintökum, annað bundið inn - harðspjalda og hina í kjölbundna.... bleh

Mig er farið að langar rosalega í ipod - verst hvað þeir eru dýrir... en mikið rosalega langar mig í eitt stykki. Þurfti virkilega á sjálfstjórn að halda úti til þess að fara ekki bara og kaupa eitt stykki.
Langar líka síðan í sumarbústað.... en langar ekkert í vinnuna á mánudaginn

Eftir allt saman þá get ég notið þess að vera heima um helgina, plönin breyttust hjá mér :)

auli stauli

0 Mjálm: