Brjáluð hamingja
Yfir einu stykki baðkari sem er komið á sinn stað og tengt. Ekki enn þó verið prófað. Píparinn bannaði notkun fyrir enn eftir sólarhring. Þar sem ég er svo hlýðin þá fer ég að sjálfsögðu eftir því. Hef þó gælt við það að setjast í baðkarið svona bara til þess að fá fílinginn ;) en geymi það þangað til á morgun minnsta kosti.
Líka brjáluð hamingja yfir því að vera ekki að mæta í vinnu á morgun, jafnvel þótt ég hafi vaknað alla helgina um átta. Helgin hefur að mestu farið í "vinnu" varðandi íbúðina - verið að mála baðherbergið sem er nota bene frekar leiðinlegt. Kannski það vanti bara félagsskapinn við það. Þrífa en ryk eftir sparsl og boranir virðast finna sér leiðir um allt og í allt. Eru meira segja meiri þrif plönuð á morgun.
Afslöppun og frí verður þá ekki fyrr en ég kem til Danmerkur - ekki nema Ásdís sé með einhverja hevi dagskrá. Brúðkaup síðan næstu helgi í Þýskalandi þannig að nóg um að vera.
jæja farin að njóta þess að vera í fríi.....
hasta la vista
sunnudagur, september 04, 2005
Birt af Linda Björk kl. 22:16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli