Draumur
Langþráður draumur rættist í gær - eða allavegana síðan ég flutti inn.
Hefur verið draumur hjá mér að þegar ég kæmi heim úr vinnu 2 eða bara væri heima að fara í heitt og gott bað, með tónlist og kertaljós.
Það tókst í gær - hentist heim, rétt svo sparkaði skónum af mér til þess að láta renna í baðið, fór síðan úr yfirhöfninni og setti síðan tónlist Sigur rósar í - nýja diskinn takk.
Tók ekkert langan tíma að fylla baðið því það er svo lítið ;) þvílíkur munur.
En oh hvað þetta var ljúft.
ljúft
föstudagur, september 16, 2005
Birt af Linda Björk kl. 09:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli