Helgin
Hin fínasta helgi er liðin og komin stuttur mánudagur :) jeii
En helgin byrjaði á starfsmannaferð - fórum í adrenalingarðinn og mikið rosalega var kalt. Fórum á klifurvegginn, staurinn og róluna. Hópurinn minn byrjaði á staurnum og ég svellköld byrjaði að klífa staurinn.... mikið var hann eitthvað lengri svona þegar verið var að klífa hann heldur en að líta svona á hann frá jörðu niðri.
Allir hinir virtust fara létt með að klífa hann en ég var við það að gefast upp á hálfri leið - og öskraði niður hvort væri mikið eftir. Fór upp og snerti toppinn - var ekki alveg að meika það að reyna standa á staurnum. Nógu erfitt var að fara hann upp.
Átti í erfiðleikum síðan með að sleppa - vildi bara klífa niður aftur en var bannað það. Stúlkan skildi sleppa. Fyrst fóru fæturnir og svo sleppti með trega höndunum frá staurnum. Sveif í lausu lofti.
Ekki svo slæmt.
Næst var farið í róluna - ein stelpa byrjaði og ég fór næst. Nokkuð kokhraust og fannst þetta ekki mikið mál.
Hljóðið breyttist snarlega þegar upp í 10 m hæð var komið og ég áttaði mig á því að það var ég sem stjórnaði því að sleppa rólunni lausri.
Shit - ég vildi hætta við.
Fólk var farið að hópast niðri og líka úr hinum hópnum og öskra á mig að fara - ég gæti þetta alveg.
Eftir smá tíma sá ég að þetta gekk ekki lengur - gæti ekki hangið þarna endalaust, einhvern veginn þyrfti ég að komast niður.
Kippti í spottann - ekkert gerðist, shit prófaði aftur.
Niður þaut rólan og maginn með - helviti var þetta vont - upp og aftur niður.
Vil bara fara upp en ekki niður - þurfti að loka augunum mjög fast og hafa mig alla við að anda því fjandans maginn var ekkert á réttum stað. Þvílíkt átak.
Þegar ég var loks komin á góða og þægilega ferð þá var þetta stoppað.
Mér tókst þetta!
Fegin að ég fór því annars hefði ég sé eftir því - jafnvel þótt rólan hafi verið djöfuleg...
Var orðið alltof kalt til þess að fara klifurvegginn - þannig að ég lét það eiga sig. Langar samt enn að prófa hitt sem var þarna -
Eftir garðinn var farið út að borða - um klst seinkun á Einar Ben - ljúfur matur og góður. Vorum að borða eftirréttinn korter í tólf....
Kínverjar eru að hugsa um að loka landinu vegna fuglaflensunar - ekki góðar fréttir fyrir mig....
adrenalín...
mánudagur, október 24, 2005
Birt af Linda Björk kl. 10:16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli