BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, október 28, 2005

Ákvörðun

Jæja - er eiginlega búin að taka ákvörðun og var eiginlega löngu búin að því. Skynsemin var bara að segja mér að bíða með og sjá til hvort ég gæti þetta. Ég læt hinsvegar skynsemina eiga sig og bara geri. Það þarf eiginlega eitthvað stórvægilegt að koma upp á til þess að ég geri þetta ekki.

Þegar nýja árið gengur í garð þá verð ég orðin atvinnulaus þar sem ég er búin að segja upp vinnunni.
Plannið hjá mér er að fara að ferðast í nokkra mánuði.
Langþráður draumur að rætast og allt foreldrum mínum að þakka :) sem ólm vilja losna við mig úr landi hahaha :) - þúsund þakkir til ykkar.

Þannig að nú fer ég að leggjast yfir ferðabækur og gera plannið mitt aðeins meira og bóka flug. Eins og staðan er í dag þá hugsanlega fer ég til Kína, Ástralíu, Nýja Sjálands og svo vantar mig eina heimsálfu í viðbót - valið er milli þess að fara til New York eða Evrópu. Ef ferðafélagi skyldi finnast til þess að hitta mig í New York er ég alveg til í að fara þangað. Ef ekki þá fer ég til Evrópu að flakka sennilegast milli vina.

Ú - meðan ég er að skrifa þetta þá finn ég svona spenningarhnút myndast í maganum. En margt sem ég þarf að gera fyrir útrásina eins og finna leigjendur fyrir íbúðina mína - ef einhver veit um góðar leigjendur handa mér þá endilega benda mér á þá en íbúðin mun leigjast út með húsgögnum.

Vona að ég sé ekki að jinxa ferðinni minni með því að blaðra um hana...

bon voyage

p.s. ég á 15 ára fermingarafmæli í dag!

0 Mjálm: