Áhugavert
Ég get nú ekki annað sagt en það hafi verið áhugavert að koma heim til mín svona rétt í þessu.
Smiðurinn augljóslega orðið sér út um lykil hjá mér - því baðkarið var ekki lengur úti á tröppum heldur er það komið á svefnherbergisgólfið hjá mér. Ekki mátti við því að bæta við drasli hjá mér en er kannski ekki það mikil munur hahaha. Hef þó afsökun núna fyrir að geta ekki þrifið því ég einfaldlega kemst ekki að.
hvað gerist næst...
miðvikudagur, október 12, 2005
Birt af Linda Björk kl. 18:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli