Þriðjudagur til þrautar
Ég ætla svo sannarlega að vona að það sem af er morguns sé ekki sýnishorn fyrir það sem koma skal. Dagurinn mun þá sannarlega stand undir nafni - þriðjudagur til þrautar.
Ég vaknaði í morgun á undan vekjaraklukkunni sem er fínt - fór niður í rækt fyrir vinnu. Fór á hlaupabrettið og heyrnatólin virkuðu ekki svo ég var án tónlistar. Fór á hjólið - heyrnartólin virkuðu - fínt.
Var búin og fór niður i búningsherbergi - komast að því að ég hafði ábyggilega gleymt um helmingnum af fötunum heima. Þannig að ég þurfti að fara heim, en svona áður þá rak ég hausinn harkalega í skápahurðina fyrir ofan mig sem einhver hálv... hafði skilið eftir opna. Þannig að mér er illt í hnakkanum og komin með kúlu.
Til þess að toppa ástandið þá sá ég farþega í Íslandspóstbíl henda skyrdollu út um gluggann á bílnum - varð svo reið að ég hugsaði um að skrifa Íslandspósti bréf til þess að athuga hvort þetta væri stefnan hjá þeim þar sem ég gat ekki grýtt skyrdollunni baka í þann sem henti henni út.
bleh
þriðjudagur, október 18, 2005
Birt af Linda Björk kl. 09:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli