Kjúklingur
Ég get verið algjör kjúklingur - eða kannski er það bara vanhæfni í samskiptum um að kenna og geta ekki gert "small talk".
Fór um helgina í skírn - þar voru 2 sem voru með mér í skóla í einum af þessum 5 grunnskólum sem ég var í.
Strákurinn jafngamall og ég og systir hans 2 árum eldri. Þar sem þetta var svo lítil skóli þá var honum skipt í eldri og yngri deild. Ég var með þeim báðum í eldri deildinni.
En hvað - ég þorði ekki að tala við þau. Hugsaði um það en gat ekki komið mér þangað og byrjað á einhverju tali. Veit að stelpan veit hver ég er því við hittumst í jarðaför fyrir 2 árum síðan og þá talaði ég smá við hana. Mamma samt meira. Veit ekki hvort strákurinn hafi fattað hver ég var - tók mig smá tíma að fatta hver hann var. Hefði sjálfsagt ekki fattað hver hann væri nema af því ég rakst á barnalandssíðu tvíburasystur hans fyrir ekki svo löngu síðan og sá mynd af honum.
Ég er kjúklingur - finnst þetta óþægilegt að starta samtölum - hvað á ég að segja fyrir utan þetta hefðbundna - já hvað ert þú að gera og hvað er að frétta. Hvað ef þau muna ekki eftir mér - og ef þau muna of mikið eftir mér!
Bleh - best að bora sig niður í veitingarnar og hrekkja bræðurna.
Í tilefni af gömlum bekkjarsystkinum þá hitti ég eina í dag þegar ég fór að borða í hádeginu - heldur ekki þægilegt. Talaði þó small talk við hana - vorum líka óþægilega nálægt hvor annarri.
Af öðru þá er október greinilega enn að gera mér erfitt fyrir. Foreldranir eiga báðir afmæli í október - þegar ég var yngri gat ég aldrei munað afmælisdaginn þeirra og vildi ég kenna því um að þau ættu afmæli eftir september. Er farin að muna núna afmælisdagana en það sem gerir mér erfitt núna er að ég get ekki munað brúðkaupsdag vinkonu minnar - kannski vegna þess að ég var ekki viðstödd, veit ekki. En oktober er erfitt að muna.
Til hamingju með daginn Guðmunda og Stebbi :)
oktober að ljúka...
þriðjudagur, október 25, 2005
Birt af Linda Björk kl. 20:10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli