Nýtt barn
Jáhá - Guðmunda vinkona kom barni sínu í heiminn í gær - 3 vikum fyrir tímann. Óska litlu fjölskyldunni sem er búin að stækka um einn og er barasta eiginleg orðin stórfjölskylda innilega til hamingju.
Er mjög ánægð að þau skyldu nú drífa í þessu þannig að ég ætti að geta séð strákinn áður en ég held utan..... en enn bætist við barnafjöldann sem er fæddur 2005 - hélt nú að þetta barn yrði 2006 en hann hafði greinilega aðrar áætlanir.
Að öðru þá eru bara 2 vinnudagar eftir og frekar rólegt að gera enda er ég að kúpla mig svona útúr hlutunum og færa þá yfir á hina.
jamm
miðvikudagur, desember 28, 2005
Birt af Linda Björk kl. 14:20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli