BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, desember 18, 2005

Félagslíf

Að eiga sér félagslíf er erfiðara heldur en að vinna aukavinnu 2-3 kvöld í viku. Allavega var ég útkeyrð eftir vikuna á föstudaginn - kannski vegna þess að ég er svo óvön þessu. Fór í bíó og tvisvar á kaffihús þessa vikuna og það gerir mig bara útkeyrða. Fór reyndar á ágætlega skemmtilegt kaffihús á föstudaginn með Guðmundu vinkonu - fór á kaffihúsið Babalú sem er á skólavörðustíg. Er á því að ætti að koma á svona form að hittast reglulega á hinum ýmsum kaffihúsum borgarinnar.

Á núna bara eftir eina jólagjöf og þessi eina jólagjöf er að valda mér þvílík heilabrot - hef gengið búð úr búð. Hef ákveðnar hugmyndir en virðist samt ekkert finna.

Keypti 2 hluti í dag - var maður sem pakkaði hlutunum inn og sagði síðan við afgreiðslustúlkuna verðið - en verðið var bara fyrir annan hlutinn og hún rukkaði mig semsagt fyrir einungis annan hlutinn. Var að spá í hvort ég ætti að benda henni á þetta en ákvað að leika mig "heimska" og vita ekki neitt. Er enn með smá samviskubit yfir því. Yfir því að hafa ekki bent á mistökin en fyrir vikið fékk ég þarna 2 jólagjafir á verði eins....

Gerði ég rangt eður ei?

steluþjófur?

0 Mjálm: