jæja
Fór í saumaklúbb í gær - sem var svo nálægt því að vera fullskipaður. Bara á seinustu stundu afboðaði ein sig þar sem hún var heima með veikt barn. Meira segja danmerkurfarinn var á landinu og komst í saumaklúbb. Ah var indælt að hitta þær allar og lítur út fyrir ágætis hittelsi hjá okkur á næstunni.
Barnafmæli næstu helgi, útskrift 20. des og svo jólaboðið okkar!
Annars heyrði ég um helgina að litli/yngsti bróðir minn hefur einhverjar áhyggjur af mér, hann nefnilega var eitthvað að ræða það um daginn þegar hann var sóttur af leikskólanum að ég byggi ekki með neinum svona kalli og þegar mamma hans benti nú á að amma Rósa byggi nú heldur ekki með kalli en þá stóð nú ekki á svarinu - hún byggi með annari konu. Þá var bent á að Ingibjörg frænka byggi nú heldur ekki með kalli en þá stóð heldur ekki á svarinu en hún byggi með hundi. Þannig að áhyggjur hans virtust þá vera á þá leið að ég byggi nú bara alein.
hahaha
mánudagur, desember 05, 2005
Birt af Linda Björk kl. 15:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli