Meira blaður
Á laugardagskvöldið þá fór ég í Trivial Pursuit nema ég er ansi óhress með spurningarnar sem ég fékk - að minnsta kosti tvær þeirra.... sem sitja fast í mér.
Fyrri spurningin sem ég fékk á landfræðireit var: Í hvaða landi eru flestir hjúkrunarfræðingar
svo kom næsta spurning á eftir: í hvaða landi eru flest sjúkrahúsin.
Ég var semsagt ekkert voða sátt við þessar spurningar og líka það að spurningar úr heilbrigðisgeiranum voru að elta mig.
Var síðan líka sérstaklega ósátt við mig þegar ég fékk spurninguna um hvaða 2 borgir í Japan urðu fyrir kjarnorkubombu....urr ég mundi aðeins Hirosima en mundi ómuglega nafnið á hinni borginni :(
bleh
mánudagur, desember 05, 2005
Birt af Linda Björk kl. 16:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli