Boring life
Það hefur verið minnst á að sé orðið niðurdrepandi að lesa bloggið mitt, engin nein gleði. Hef litið á það og séð að það er svona annað hvort blogg hjá mér. Ég ætla ekki að lofa neinum bótum né betrum því þetta er bara eins og þetta er undanfarna daga og vikur hjá mér. Því miður. En koma tímar koma ráð.
Er samt með nokkra spennandi hluti upp í erminni - getur maður ekki annars sagt svona?
Sem ég ætla þó ekki að setja á bloggið mitt strax - ekkert fyrr en er orðið öruggt :) en ég er mjög spennt yfir nýjum upplýsingum. Er farin að líta á draumur minn geti orðið að veruleika - bara krossleggja fingurnar fyrir mig.
Svo meira jákvætt er að ég er búin að kaupa baðkeri sem kemur að vísu ekki fyrr en eftir mánuð en þá get ég vonandi farið að ljúka við allt í íbúðinni og farið í bað. Þannig að í enda ágúst og september munuð þið finna mig í nýja baðkerinu mínu....
Er líka búin að kaupa miða á Emiliönu Torrini - víi hlakka til og svo eru aðrir tónleikar sem ég bíð líka spennt eftir en það er Sigur Rós, þeir fengu líka svo góða dóma hjá gurdian í dag víst.
hasta la vista
p.s. ef einhverjum langar að gefa mér nýjan síma er ég alveg opin fyrir því ;)
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Birt af Linda Björk kl. 20:50
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli