Systurdóttirin
Var að passa systurdótturina á þriðjudagskvöldið. Var ég búin að nefna að hún er algjör dúlla? En hún var algjör engilinn þessi rófa og ef hún var eitthvað að pirrast þá fór ég fyrir framan spegilinn því hún var svo hrifin að stelpunni sem hún sá þar :)
Að öðrum málum þá er búið að setja upp nýja klósettið mitt og vaskinn og rífa baðkarið burt. Þarf að finna nýtt, kaupa og setja upp. Þegar ég var að kaupa klósettið var sagt við mig að loksins gæti ég farið að skíta.... en held maður tími því ekkert í svona nýtt klósett. Svo er ég líka að spá í að banna strákum/mönnum að pissa hjá mér, sendi þá bara út í garð ;)
andvaka....ömurlegt
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Birt af Linda Björk kl. 02:54
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli