BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, júlí 29, 2005

Kajak

Skelltum okkur (vinnan) í kajakferð til stokkseyrar á dögunum - boðsferð :). Var mjög gaman. Var aðeins meiri öldugangur núna heldur en þegar ég prófaði fyrsta skipti í Hvalfirðinum. Var farin að hafa áhyggjur af því ef ég yrði sjóveik ;) yrði heldur neyðarlegt. Tókst einum að steypast í sjóinn - sá eini sem ég hélt að yrði þurr og sá eini sem mátti síst við því vegna þess að hann var með myndavél með sér. Hann greinilega stóðst ekki mátið þegar ein stelpan kallaði á hann til hjálpar því hún sat föst í þara ;)
Varð reyndar pínku aum í handleggum eftir róðurinn sem segir mér það að pikka á lyklaborð daginn út og inn gerir ekkert fyrir vöðva í handleggjum.

Síðan bauð vinnan eða ég held starfsmannafélagið okkur í humarsúpu á Fjöruborðinu og fyrir gikki eins og mig (var ein önnur jeeiii) þá fengum við grænmetisrétt - og vá þvílíkt sælgæti, hefði bara ekki trúað því. Þar sem við vorum nú komin alla þessa leið þá skelltum við okkur í draugasetrið.....þetta er brilliant hugmynd hjá þeim en vantar að útfæra aðeins betur - hefur ekki alveg þolinmæðina til þess eða athyglina til þess að fylgjast með öllum sögunum. Aðal gamanið var að fylgjast með þegar hinum hópunum var brugðið - vorum send inn í 3-4 manna hópum. Eftir þetta þá brunaði minn bíl í bæinn þar sem þurfti að koma næturverðinum á vakt. En var hin fínasta skemmtun.

Að öðru þá er ég búin að kaupa farmiða til Kaupmannahafnar þannig að eins gott fyrir væntanleg brúðhjón að hætta ekkert við brúðkaupið sitt - en ég er að fara í brúðkaup til Þýskalands núna í byrjun september. Hlakka svo til að komast í frí, komast út, hitta Ásdísi og fara á þessa eyju þar sem brúðkaupið er.

Svo er bara vera að plana plana plana og hugsa hugsa hugsa - ljóstra kannski öllu í oktober eða síðar...... fyrir utan þá sem hitta mig þá vita flestir hvað er á seyði.

Svo er verið að fara að taka á því - skráði mig í námskeið hjá world class ásamt litlu systurþ Kvíði pinku fyrir því ef mikið er um pallahopp - er ekki alveg að fíla það.

ble - læt duga í bili og held áfram að lesa Harry Potter :)

over and out

0 Mjálm: