Esjan
Haldið þið ekki að mín hafi gengið upp á Esju í gær eftir vinnu - allt Rósu frænku að kenna/þakka. Er síðan svoldið aum í löppum í dag.
Fór síðast fyrir 9 árum síðan - fannst ég hafa gengið betur á uppleið heldur en seinast en var sama tíma - var 4 klst takk fyrir. Ganga upp - stopp á toppi - ganga niður. Var ekki alveg nógu sátt við það.
Verð víst bara að sætta mig við það að ég er ekki mikil fjallagarpur - minnsta kosti ekki hraðskreið svona upp í móti. Er líka sjaldnast hraðskreið en það er allt annar handleggur ;)
Grunar að Rósa frænka farið að herja á mig með aðrar gönguferðir... hún er búin að finna einhvern sem er hægfarari hehehe
gamalmennið Linda
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Birt af Linda Björk kl. 10:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli