BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, nóvember 28, 2005

Sigur Rós

Þeir í Sigur Rós ullu ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn og var stórfenglegt að horfa á þá (þegar ég sá á sviðið) og hlusta.

Það sem olli mestu vonbrigðum voru aðrir tónleikagestir - vorum staðsett hjá unglingahóp sem virtist ekki vera fara á tónleikana til þess að njóta þeirra - bara til þess að fara á tónleika til þess að fara á tónleika. Fyrir utan það að tala stundum svoldið mikið þannig að þyrfti að biðja þau um að lækka í sér þá var ein stelpan að gera mig vitlausta með sífelldum myndatökum. Hún gerði ekkert annað en taka myndir og líta svo á vélina og taka aftur.
Ég er alveg fylgjandi því núna að banna myndavélar og síma á tónleikum - því ljósin á báðum þessum tækjum fer verulega í augun á manni.
Einnig var pirrandi þegar kom smá "stopp" í lagið en það var ekki búið og sumir byrjuðu að klappa en ok föttuðu að lagið var ekki búið að þá þurfti einhver að öskra sem bara engan vegin á við. Í seinna skipti sem þetta kom þá var þögn og komu áhrifin sem maður vildi - beið spenntur eftir næstum tónum.

Þess fyrir utan þá átti þetta svo að vera sitjandi tónleikar - þá held ég að maður hafi sloppið að mestu við svona pirrandi tónleikagesti. Svo hefði það líka verið svo gott fyrir svona aðila eins og mig ;) sem sáu ekki vel á sviðið. Fékk samt nokkrum sinnum "upplyftingu" þannig að sá betur í sviðið í smá stund.

Jæja búin að kvarta og aftur að tónleikum. Þeir eru æði!
Það er bara ekki annað hægt að segja og með frábæra sviðsframkomu - mér fannst rosalega flott þegar þeir fara af sviðinu hver af öðrum en áfram halda tónarnir að heyrast.

draumur í dós

0 Mjálm: