Sjónvarpsþættir
Eins og sjónvarpstþættir geta nú verið vitlausir og oft einhver mistök og annað sem gerist í þeim þá finnst mér alltaf gaman að finna eitthvað sem er svo absúrd/fáranlegt.
CSI- Það er alltaf verið að stöglast á því hvort sem það er CSI eða CSI New York að sönnunargögn eru alltaf á vettvangi. Finna hár, húðfrumur og bara you name it á vettvangi. Þar af leið finnst mér stórmerklegt alltaf hreint að þegar þau mæta á vettvang er hárið ekki coverað með hárneti, eru í sínum borgarlega fötum þar sem gæti falist ýmislegt í, eru mjög oft léttklædd þannig að dauðar húðfrumur gætu dottið af á vettvangi. Af hverju eru þau ekki í einhverjum galla svo þau spilli ekki vettvanginum svo ég tali nú ekki um hárið :) en yrði kannski leiðinlegra að sjá ekkert bert hold!
OC- Það er nú ýmislegt í þessum þáttum en best fannst mér um daginn þegar hjónin Sandy og Kirsten áttu 20 ára brúðkaupsafmæli og kellan enn ekki búin að fatta að þetta er greinilega hlutur sem hann man ekki - eftir 20 ár. Halló og vera fúl og hann að reyna bjarga sér með því að ljúga sig úr hlutunum.... merkilegt. Það fannst mér alveg hillarius.
ER- Finnst alltaf jafn skondið að í aðgerðum sem eru gerðar á skurðstofunni að læknarnir eru í sloppum og "sótthreinsuðum" en alltaf getur hinn almenni borgari verið síðan á skurðstofunni í sínum fötum og fyrir læknunum.
Man ekki eftir fleiri í bili - en gott að geta skemmt sér yfir einhverju :)
hahaha
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Birt af Linda Björk kl. 09:42
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli