Virða líf hvers annars
Í dag lá ég í sófanum heima hjá mömmu meðan ég var að bíða eftir þvottavélinni. Það var ekkert í sjónvarpinu nema Brúðkaupsþátturinn já sem ég þar af leiðandi fylgdist með. Í þættinum kom fram hjónabandsráðgjöf - sem nota bene mér fannst snilld. Það voru prestarnir Bjarni og Jóna Hrönn. Þau voru að tala um að það væru til ýmis heimil. Heimil samkynhneigðra, gagnkynhneigða, einstæðra foreldra o.s.frv. Það bæri að virða.Svo kom það sem mér fannst líka mesta snilldin. Það var þegar Jóna Hrönn talaði um einhleypinga að sumir kysu að vera einir, sambúðarformið væri ekki fyrir þá og það bæði að virða. EKki hrúga spurningunum um hvenær þeir/þau/þær ætli nú að ná sér í maka og ætli ekkert að ganga út. Það ber að virða hvernig hver og einn kýs að lifa sínu lífi og haga sínu heimili. Snilld.
Held þau hafi ekki gleymt neinum. Finnst reyndar þessi Bjarni prestur mjög fínn. Hef ekki mikið kynnst af honum en það litla sem ég hef séð er ég virkilega að fíla hjá honum. Finnst hann vera í tengslum við fólk.
Margir þyrftu einmitt að læra að virða líf annarra og hvernig þeir haga sínu lífi. Vera ekki að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Hvað ætli þau viti betur hvernig annar einstaklingur geti hagað betur sínu lífi.
Þetta með virðinguna kemur inn á svo margt annað - gæti minnkað fordóma til dæmis. Gæti einfaldlega gert lífið betra en þar sem maður veit náttúrulega alltaf betur en næsti maður þá getur þetta orðið erfitt!
;)
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Birt af Linda Björk kl. 22:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli