BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Þórsmörk

Skellti mér í ferð á sunnudaginn með einni hollenskri vinnufélaga. Vorum reyndar búnar að ákveða að fara í snæfellsferð en vegna smá misskilnings þá hélt hún að hætt hefði verið við ferðina á laugardagskveldi þannig að hún bókaði okkur í Þórsmerkurferð í staðinn. Við vorum einungis fjórir farþegar í þessari ferð í risastórri rútu með guide og driver. Miða við hversu leiðinlegt veður var allsstaðar þá tók við okkur ágætisveður í Þórsmörk og fengum okkur góðan göngutúr. Fórum einnig í Stakkholtsgjá þar sem við þurftum að vaða yfir eina á....þar sem ég tímdi ekki að bleyta skóna mína var ég því berfætt að vaða yfir.... og það var kalt.... úff. En var svo fínt að skella sér út úr bænum.

Er búin að fara í 2 tíma í átakinu - hef ekki enn fengið strengi. Ekki það að ég vilji vera að deyja úr strengjum en finnst samt að ég hljóti þá ekki vera að leggja mig nógu mikið fram eða gera nógu mikið...... eða hvað?

finnst ekkert leiðinlegt að fá komment - svona bara til þess að þið vitið það :)

kommenta kommenta :)

0 Mjálm: