Almenningsklósett
Einhverja hluta vegna vel ég alltaf enda klósett á almenningssalernum/vinnustöðum ef það eru þrjú eða fleiri í boði. Hef þar af leiðandi mikið pælt í því ef það eru fleiri eins og ég og velja endann þá hljóta þetta að vera mest notuðu klósettin. Og í vel flest skipti langar manni að fara á klósett sem er ekki mikið notuð af öðrum.
Þetta leiðir til þess að ef fleiri hugsa eins og ég þá ætti maður að velja miðju klósettið því færri velja það.
Lesendur góðir þið megið nú hjálpa mér með því að úrskurða úr hvort enda klósettin séu þau fjölsóttustu.
Hvað velur þú?
svara svo...
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Birt af Linda Björk kl. 19:59
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli