BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Týndar buxur

Í dag var ég alveg sannfærð um það að ég væri búin að týna buxunum mínum.

Skildi hinsvegar engan vegin hvar ég hefði getað týnt þeim þar sem ég er nú ekki vön að tína af mér spjarirnar hér og þar, að minnsta kosti þeir dagar liðnir*

Ég var búin að leita inn í skáp þar sem þær eru vanalega geymdar og leita þar sem þær eru ekki vanalega geymdar. Athugaði óhreina þvottinn og hauginn þar sem hin fötin eru sem eru hvorki skítug né hrein. Fann ekkert.

Á endanum fann ég þær á snaga - snaga þar sem ég "á" eða ætti að hengja upp fötin mín í stað þess að henda þeim í hrúguna.

Þetta segir mér að það borgar sig ekki að hafa skipulag á hlutunum því maður bara týnir þeim ;)

*Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þeir dagar eru liðnir sem ég tók af mér spjarirnar hér og þar vegna sturtu- og baðleysis, þegar ég fékk að fara í sturtu hjá vinum og ættingjum :)

1 Mjálm:

Ella Bella sagði...

já það borgar sig stundum að hafa reglu á óreglunni, rek mig oft á þetta