BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Auglýsingar

Finnst auglýsingin frá umferðarstofu og vínbúðunum eiginlega bara mjög góð. Kemur góðum punktum til skila.

Ég fyrir mitt leyti fékk svona smá sjokk þegar ég sá þær fyrst. Tannlæknirinn með hvítvínsglasið við hlið sér þegar hann (hún í þessu tilviki) er að sinna sjúklingi. Flugumferðarstjóri í flugturninum að fá sér einn bjór meðan hann er að stýra flugumferðinni o.s.frv.

Ég mundi ekki vilja sjá svona og hvað þá heldur að vera í umferðinni með ökumönnum undir áhrifum.

Í fréttunum í kvöld var sagt frá átaki umhverfissviðs Reykjavíkurborgar - náði ekki öllu því sem þeir ætla í og þarf að kynna mér betur en það sem ég heyrði hljómaði spennandi. :)

3 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Ég tek undir með þér, mér finnst þetta flottar auglýsingar. Sérlega vegna þess að það er sett í hendur almennings að dæma. Finnst ÞÉR þetta í lagi? Enginn fyrirlestur.

Linda Björk sagði...

jú góður punktur Guðmunda og sá sem ég gleymdi að nefna :) en ósjálfrátt þegar þetta er sagt Finnst þér þetta í lagi þá hefur svarið hjá mér verið NEI

Ella Bella sagði...

alveg sammála með auglýsingar og þetta point, finnst þér þetta í lagi, eins og Guðmunda segir, engin predikun á minni, heldur taktu bara ábyrgð á sjálfum þér, vertu skynsamur