BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, apríl 27, 2007

Blöndun

Í einu fagi sem ég tók í vetur þá var kennarinn alloft að tala um blöndun borgar en eitt point sem hún tók nokkrum sinnum sem dæmi var strætó. Með blöndun borgar að þá kemur spennan hver kemur í strætó og hver sest við hliðina á mér.

Jæja - minn samgöngumáti er mest með strætó þar sem ég á ekki bíl en þetta er svo sannarlega ekki mín upplifun á að fara í strætó. Bíð ekki spennt á morgnana hverjir koma upp í.

Tala nú ekki um ef maður færi alltaf á sama tíma í strætó þá er þetta alltaf sama fólkið sem kemur með :) - maður veit hverjir koma inn hvar og hvar margir hverjir fara út. T.d. asísku stelpurnar tvær sem koma inn á næstu stoppistöð á eftir mér og fara út á laugaveginum fyrir ofan dekkjaverkstæðið. Pólsku stelpurnar tvær sem koma inn á laugarnesveginum og fara út á lækjartorgi. Dökkhærði strákurinn sem fer alltaf út hjá þjóðarbókhlöðunni.

Síðan er það hinn punkturinn - hver sest hjá manni. Iðulega vonast ég eftir því að engin setjist hjá mér og ég hafi sætin tvö alveg fyrir mig.

Kannski er ég bara hinn óvenjulegi strætófarþegi - en ég held ekki.

1 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Nei, mar vonar alltaf að maður fái að sitja einn með 2 sæti. Ef maður er í skóla er betra að taskan mans fái líka sér sæti eins og rassinn á manni.

Ástæðan fyrir því að ég vill ekki sitja við hliðina á einhverjum, þá má vera hvers sem er, kyn eða kynþættir skipta ekki máli, málið er bara það að strætó sætin eru ekki stór þannig að ef maður situr við hliðina á einhverju þá situr maður alveg í manneskjunni og hinn manneskjan situr alveg upp við mann eða í manni