BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, apríl 08, 2007

Páskaboð

"stundum eru dauð hjón lík"

Sjö tíma skírnar og páskaboð er á enda. Ekki laust við að ég sé svoldið þreytt - svoldíð mikið þreytt.

Eftir skírnina og að hin fjölskyldan var farin þá hófst hið hefðbundna páskaboð með félagsvistinni. Eitthvað var ég ryðguð í henni þar sem ég sat fimm sinnum á sama borði í byrjun. Kenni um að hafa misst af boðinu í fyrra.

Síðan að sjálfsögðu fengum við öll páskaegg og málsháttirnir lesnir upp. Bróðir minn var agalega fyndin og laug að málshátturinn sinn væri sá sem ég skrifaði hérna uppi.....

En já barnið fékk það fallega nafn Alex Þór

Þá er bara maraþon ferming á morgun.

0 Mjálm: