BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, febrúar 09, 2009

Létt og laggott

Var sko ekki búin að gleyma að skrifa á bloggið, það er að segja ekki í dag en núna þegar ég er loksins komin heim þá var það næstum því búin að gleyma þessu en augljóslega gerðist það ekki.

Þetta raus verður ekki um smjörið létt og laggott og ekki heldur í boði létt og laggotts :)

Heldur er þetta vaðið úr einu í annað.

Líst bara dæmalaust vel á kennara minn í þessu námskeiði sem ég er í, ákvað að tala aðeins við hann í dag um mastersverkefnið mitt og það hjálpaði mér eða held það allavega. Líka var svo almennilegur og bauð mér að hafa samband ef ég hefði fleiri spurningar :)

Svo er líka svo yndislegt að keyra bíl þar sem skyggnið ver mig fyrir sólargeislum og ég sé á götuna. Semsagt sat það hátt uppi að skyggnið náði alveg, yfirleitt er það þannig að sætin eru það lág og skyggnið það hátt uppi að það gagnast mér ekkert nema ef sólin er einstaklega hátt á lofti sem hún er ekki þessa dagana.
já hlæjið þið bara.........

læt þetta duga í bili

4 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Dubbur...hehe þekki nú tilfinninguna þegar maður er komin með gíraffaháls af því að teygja sig upp að skyggninu ;)
Ásta D

Linda Björk sagði...

hjúkk að einhver á við sama vandamál að stríða ;) hehe

Ella Bella sagði...

og hver á svona flottan bíl ??

Linda Björk sagði...

föðursystirin ;)