BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, febrúar 23, 2009

Hjólið

Búin að vera á hjólinu mínu undanfarna daga.

Mikið er það nú ljúft, er svo fljótari á milli staða og svona. Þarf samt virkilega að þrífa þetta blessaða hjól.

En annars gleðilegan bolludag.

og já er komin með matargest í mexíkósúpuna :) - fegin því þá hefði ég annars þurft að skrifa póst um hugsanlega ástæður þess að fólk vill ekki koma í mat :).

5 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Frábært að þú fékkst matargest (i)... fannst eigingirni í mér að ætla að panta mexíkósúpuna þar sem þú ert ekki ódugleg að koma heim á mið og elda fyrir familínu mína :D ég er að deila þér með fólki hehehe

Linda Björk sagði...

hahaha - viðurkenndu það bara varst dauðhrædd við að borða súpuna ;) hehe

en annars afskaplega sætt af þér að deila mér svona með þér. Svo er líka svo þægilegt að elda heima hjá þér - með uppþvottavélina eftir á... og já muna eftir að taka út kjúklingabringurnar.

Nafnlaus sagði...

Hæ darling.
ég var með mexikanska súpu í gær og þú varst pottþétt með í anda. Ég heimta þessa súpu næst þegar ég kem til Íslands, ég kem 5.apríl og fer 12. reyndar í sumarbústað frá 8.apríl. Er það ekki málið:)
knús og hlakka til að sjá þig
Ásdís

Linda Björk sagði...

Frábært - það er deit :) næ að gera súpu áður en ég fer út á land.

Ella Bella sagði...

Já ég skal taka þær út þegar að ég kem heim á eftir... sem verður í kveld.

það er samt ekki bannað að tékka á mér með það :)