BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, nóvember 05, 2004

Martröð hvers nemanda

Þá er þessi ótrúlega nótt og morgun liðinn. Þetta var eins og léleg sápuópera hvernig þessi nótt eða frekar morgunn er búinn að vera og alveg ótrúlegt hversu róleg ég er búin að vera.

það sem er búið að gerast:

Var vakandi í nótt að klára ritgerðina sem gekk svona allt í lagi, síðan svona í morgunsárið - ætli það hafi ekki verið milli fimm eða sex þá byrjaði ég að setja myndirnar inn í ritgerðina mína. Það gekk hræðilega og endaði með því að eitthvað gerðist og skyndilega var ritgerðin komin úr 30 bls í 21 bls. Sama hvað ég reyndi að gera þá gat ég ekki lagað þetta.
Ég panikkaði ekki og hélt ró minni nokkuð vel, ég sendi Jens sms milli sex og hálf sjö og bað hann að hringja í mig þegar hann vaknaði.
Meðan ég beið þess að fá hringingu gerði ég heimildarskránna- um sjöleytið var ég farin að verða ansi þreytt og ákvað að leggja mig um átta en þá hringdi Jens.
Ég gat ekki almennilega útskýrt hvað væri að en sendi honum ritgerðina í tölvupósti og fór síðan að sofa.
Vaknaði um ellefu og þá hafði Jens getað lagað þetta og útskýrði hvað þyrfti að gera nema hvað wordið hjá mér hafði ekki sama fidusana :( og hjá honum en hann gat þá lagað og sent mér aftur.
Þá byrjaði ég aftur í uppsetningunni og reyndi að koma inn myndum en var ekki að gefa sig þannig að ég gaf skít í þær.

Gerði síðan efnisyfirlitið og svona.

Þá ákvað ég að fara að prenta ritgerðina út og klukkan að nálgast eitt. Ýtti á prent og þegar ekkert gerðist fattaði ég að ég hafði gleymt að tengja prentarann við tölvuna.
Tengi prentarann við tölvuna - ekkert gerist, reyni aftur og í þriðja sinn þá byrjar prentarinn að prenta. Þá er klukkan tíu mínutur yfir eitt. Þetta tekur langan tíma að prenta út og ég sé fram á það að missa af strætó. Hringi í pabba og spyr hvort hann eigi möguleika á að skutla mér niður eftir.
Hann stekkur úr vinnu og kemur 13.35 og lætur mig vita að hann sé komin - prentarinn ekki enn búin að prenta þetta.
Pabbi kemur inn og enn er verið að prenta nema hvað gerist akkúrat þá......blekið er búið.
Ég enn róleg en samt alvarlega farin að íhuga það að það sé bara slæm ára á ritgerðinni og mér sé ekki ætlað að útskrifast úr þessum skóla.
Ákvað að skella mér samt að hitta leiðbeinandann og fer með tölvuna mína með þar sem það er það eina sem ég hef í höndunum.
Kem nokkrum mínutum of seint - leiðbeinandinn bjargar mér síðan alveg og setur ritgerðina á usb og skoðar hana bara í sinni tölvu og við förum yfir hana.

Þetta var alveg rosalega kómiskt eitthvað allt saman.

En ég á líka góða að

Guðmunda kom og las ritgerðina yfir með mér í gærdag - Stebbi og Ísak komu síðan með mat til okkar um sjöleytið og voru þau hjá mér til tíu. Þar er ég búin að rústa svefnvenjum litla kúts.
Jens reddaði ritgerðinni minni eftir að hún var komin í fokk
Pabbi reddaði mér svo ég kæmist á réttum tíma.

Takk allir!

Nú auglýsi ég bara eftir einhverjum sem kann og getur hjálpað mér að setja ritgerð upp og myndir inn í textann.

Linda í lélegri sápuóperu

0 Mjálm: