BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

jafnrétti

Var í smá skoðanaskiptum við ömmu á laugardaginn og þar kemur berlega í ljós kynslóðarbilið.

Nema á maður eitthvað að reyna að hafa áhrif á eldra fólk - það bæði með sínar föstmótuðu skoðanir og hafa haft það um áratugaskeið oftast!

Allavega þá var amma að hrósa frænda mínum fyrir hvað hann væri duglegur með börnin sín - hugsa um þau o.s.frv. Ég var þessu nokkuð ósammála að það ætti að hampa honum eitthvað sérstaklega fyrir að hugsa um börnin sín. Því þetta er eftir allt saman jú börnin hans. Það ætti ekki að hampa honum umfram barnsmóður hans því hún hugsar jú líka um börnin. Nema móðir frænda míns var líka á mínu máli og held að amma hafi fyrnst eitthvað við og sagði í lokin já þú mátt hafa þína skoðun og ég mína. Svo mörg voru þau orð.

Get tekið annað dæmi frá hinni ömmu minni en þær kreddur voru full sterkar og ég gat á engan hátt setið undir því.
Hún vildi þá meina að konurnar í kvennaathvarfinu hefðu sumar hverjar einhverjar til þess unnið hvernig mennirnir þeirra komu fram við þær.

Þarba kemur berlega í ljós kynslóðarbilið. Ætti maður kannski frekar bara að hlusta og segja ekki neitt?

Linda ráðvillta

0 Mjálm: