BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Kvikmyndatónleikar

Fór á kvikmyndatónleikana hjá Sinfóníunni og Kvikmyndafélaginu í gær með Árna, Arndísi og Helenu. Fyrri myndin var Hundalíf með Charlie Chaplin og seinni myndin var Klukkan tifar. Fannst Charlie Chaplin mun betri.
Hins vegar er eitt sem fer óhemju mikið í taugarnar á mér á tónleikum með sinfóníunni og það er þessi hefð að klappað sé sérstaklega fyrir aðal fiðluleikaranum, að þessi fiðluleikari komi seinast inn og svo heilsar stjórnandinn fiðluleikaranum með handabandi.
Læt þetta alveg fara alveg rosalega í taugarnar á mér að einum úr "bandinu" skuli vera hampað svona sérstaklega. Finnst þetta eitthvað snobb.
Eflaust á þetta til einhvers að rekja og ég þekki bara einfaldlega ekki vel til Sinfóníunnar og hvernig þetta virkar en fyrir mig þá get ég ekki séð að þessi fiðluleikari sé að gera eitthvað umfram aðra. Þetta er hópur sem vinnur að sameiginlegu verkefni og hver og einn á sitt hlutverk!
Annars átti ég í mestu vandræðum með að ákveða hvort ég ætti að fylgjast með tónlistarmönnunum eða Charlie Chaplin myndinni..... fannst svo gaman að fylgjast með tónlistarmönnunum..... svo líka þegar þau voru akkúrat ekki að spila þá fóru þau að fylgjast með myndinni eða svona vel flestir.

sjabbidabbidú

0 Mjálm: