BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Af hverju

Af hverju gerist það alltaf eða minnsta kosti langflestum tilvikum að batteríin í ferðageislaspilaranum klárast þegar maður er nýfarin að heiman. Annað hvort þegar ég er að labba út á strætóstoppistöð eða í strætó niður í bæ eða vinnu? Þetta gerist sjaldnast þegar maður er rétt ókomin heim.

Það var komið mömmu á óvart með afmælisveislu í gær - það tókst alveg rosalega vel að koma henni á óvart. Var mjög góður matur. Það versta var að ég var svo þreytt að ég var nánast stjörf allan tímann í veislunni.

Var síðan saumklúbbur í kvöld - reyndar föndursaumaklúbbur þar sem við héldum áfram að föndra jólakort. Munum síðan hittast aftur næsta sunnudag og halda áfram. Rosa mikið að gera í jólakortaföndri, og það merkilegasta við þetta að mér finnst þetta bara alls ekkert svo slæmt :) og er bara ánægð með þó nokkur kort sem ég hef gert.

Linda jólakortagerðamaður

0 Mjálm: