BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, nóvember 19, 2004

Fyrir ári síðan....

Fyrir ári síðan var ég í Cienfugos á Kúbu, var mér heitt og var að upplifa eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi...... fyrir ári síðan var mér heitt....

Í dag er mér kalt.....sit undir sæng full klædd því það er kalt. Nýbúin að hringja í dominos til þess að panta mér að borða og pantaði sömu gömlu pizzuna.
Í dag er er ég líka að hugsa um allt aðra hluti heldur en fyrir ári síðan!

Í dag læt ég mig samt enn dreyma um framandi slóðir og ævintýri eins og ég gerði fyrir ári síðan......

Eftir ár.....get ég ekki ímyndað mér hvað ég verð að gera en vona að ég verði að gera eitthvað spennandi - skoða eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og verði aðeins hlýrra heldur en í dag!

Var það búið að koma fram að mér er kalt!

þetta blogg var EKKI í boði eftirsjáar heldur tækifæra og upplifana

0 Mjálm: