BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, október 23, 2003

Kvenleg eður ei!

Í afmælinu á laugardagskvöldið þá var þarna einn maður sem spurði mig hvort ég hefði ekki haft æfingarleyfi á bílinn hans pabba..... ég benti á að systir mín hefði verið með æfingarleyfi en ég væri aðeins of gömul í það (var ekki komið þegar ég var að læra á bíl), þá heyrðist í einni konu sem stóð við hliðina já ert þú (ég) þessi kvenlega en Ellen systir væri þessi, svo vissi hún ekki hvernig hún átti að orða þetta pent, "trukkakona". Mér fannst þetta nú frekar fyndið þar sem aldrei hef ég litið á mig sem eitthvað kvenleg týpa eiginlega langt því frá. Þetta ætti að vera öfugt..... að minnsta kosti er systir mín þessi kvenlega týpa en ég er kannski ekki alveg trukkakonan... kannski svona mitt á milli.

Ég man ekki til þess þegar ég var lítil að ég vildi klæða mig í einhverja prinsessukjóla, leika mér með "make up-ið" hennar mömmu eða háu hælunum. Ég fílaði mig best í joggingöllunum og átti ansa marga og marga voða flotta, byrjaði til dæmis ekki að ganga í gallabuxum fyrr en eftir 12 ára aldurinn. Einnig á þessu yngri árum þá átti ég á tímabili bara stráka fyrir vini átti eina vinkonu en ég bara þoldi hana ekki, hún hefur sjálfsagt verið of stelpuleg fyrir mig og var heljarinnar frekja.

Í dag finnst mér ég oftast tengjast betur strákum heldur en stelpum, stundum auðveldara að vera vinur þeirra heldur en stelpna. Sem dæmi þá fannst mér auðveldara að spjalla við vini míns fyrrverandi heldur en kærusturnar þeirra. Það gæti líka átt sér þær skýringar að ég hitti þá oftar heldur en þær, en kannski vantar eitthvað af þessu kvenlega í mig. Reyndar þá finnst mér mjög erfitt að halda upp einhverju svona small chat...... veit aldrei um hvað ég á að tala, hvað á að segja og það allt......hef stundum funidð upp ótal ástæður þess að ég sé svona en þetta er sennilegast ekki umhverfið sem hefur gert mig svona heldur bara ég sjálf.

Linda ekki svo kvenleg

0 Mjálm: