BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, október 18, 2003

Falleg fyrirheit

Alveg merkilegt hvernig maður getur á kvöldin svona rétt áður en maður sofnar lofað sjálfum sér hinu og þessu. Eins og til dæmis það að á morgun skal maður vera duglegur og byrja að æfa og byrja á hinu og þessu og er svo ánægður með sjálfan sig yfir þessum ákvörðunum. Svo þegar maður vaknar daginn eftir þá eru þessi fögru loforð fokin út í veður og vind.

Í gærkveldi lá við að ég yrði andvaka yfir hugsunum um bloggið..... ekki það að ég væri að lofa mér einhverju heldur hvort ég ætti að hafa áherslubreytingar hér. Hætta að fjalla svona mikið um daglega lífið og hafa eitthvað meira....... en málið á sínum tíma þá bakkaði ég út úr því að hafa mínar hugsanir hér. Bæði vegna þess að ég vildi ekki opna mig of mikið hér í sambandi við mínar hugsanir því þá gæti fólk a) hneykslast á mér, b) fundist þær bjánalega, c) þær séu bjánalegar o.s.frv. En sennilegast stafast þetta allt saman af minnimáttarkennd. Ég sé ekki nógu góð og allt það. Ég á nefnilega oft erfitt að koma einhverju frá mér á málefnalegan hátt og þegar ég hef verið að skrifa hérna inni þá er það oft í einhverjum flýti og ég gef mér ekki mikinn tíma í það. En núna þar sem ég er komin með adsl-ið heim þá gæti ég farið að breyta þessu. En spurningin er sú hvort ég vilji það.
Jú að sjálfsögðu vil ég að bloggið mitt sé gott og skemmtilegt. Reyndar held ég að þeir sem lesi það séu alls ekki ókunnugir heldur vinir og vandamenn. Einhverjir sem þekkja mig. Þannig að við hvað ætti ég að vera hrædd??

En ég hugsa að ég haldi mig bara við það að skrifa um það sem mig langar til..... og verði ekki að binda mig við eitt né neitt..........

Linda með áherslubreytingar??

0 Mjálm: