BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, október 12, 2003

Bílar

Ekki var ég lengi að bíllaus í þetta skipti, rétt svo liðin sólarhringur frá því að ég skilaði bílnum (reyndar skildi hann bara eftir á farfuglaheimilinu) þangað til það var hringt í mig og mér boðin annar bíll í viku. Jamm núna er ég komin á bílinn hans Birgis. Hann hringdi í mig í gær, held reynda að honum hafi bara vantað far niður á flugvöll til að sækja bíl mömmu sinnar og þegar hann komst að því að ég var búin að skila bílnum þá bauð hann mér sinn til afnotar meðan mamma hans er í burtu.

Annars fær ladan hans Birgis mig til að fá minnimáttarkennd. Þá í sambandi við það að ég sé lélegur bílstjóri :( því bílinn á það til að hiksta ansi oft.

Á föstudaginn var hringt hjá mér bjallan og úti fyrir stóð ungur drengur sem sagðist vera nágranni minn og bað um hvort hann gæti fengið klósettrúllu lánaða þar sem foreldrar hans höfðu farið í sumarbústað og engin klósettpappír til. Mér fannst þetta nú frekar fyndið og stráksgreyið frekar vandræðalegur. Að sjálfsögðu lét ég hann fá eina rúllu, var reyndar að pæla í að spurja hann hvort hann þyrfti fleiri en síðan er spurning því í ósköpunum fór hann ekki út í búð að kaupa klósettrúllur? Var kannski einhver vinur hans fastur á klósettinu og vantaði ASAP.

Linda klósettpappírreddari

0 Mjálm: