BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, október 03, 2003

Dónaskapur!

Ég á bara ekki til orð yfir dónaskap í sumum, áðan kom maður hingað í vinnuna sem kynnti sig varla. Hann króaði þá sem var í móttökunni af til þess að fara að kynna henni lífeyrissparnað. Hann spurði hana ekki einu sinni hvort hún hefði tíma eða áhuga til þess að kynna sér þetta. Þetta fannst mér bara argasti dónaskapur, koma og trufla starfsfólkið í vinnu og hún hafði litla möguleika til þess að koma sér undan.

Mig langaði svo til þess að fara fram og segja við hann að mér þætti þetta argasti dónaskapur en þar sem ég er svo prúð gerði ég það ekki og sé að sjálfsögðu eftir því. Þar sem stelpan í móttökunni vildi nú ekki skrifa undir á staðnum og vildi kynna sér þetta þá varð hann bara fúll og sagði henni líka að hann gæti sagt henni allt það sem hún vildi vita um þetta. Þegar hún spurði hvort það væru ekki upplýsingar um þetta á netinu eða eitthvað álíka þá sneri hann bara út úr og fór að tala um eitthvað allt annað. Hann spurði einnig hvort stelpan inni (ég) mundi ekki hafa áhuga. Ég sagðist ekki hafa áhuga þá varð hann eiginlega bara fúll á móti og sagði að sjálfsögðu hefur þú áhuga en maðurinn sem kom með honum sagði þá loksins já hún ræður því að sjálfsögðu.

Við vorum báðar mjög pirraðar eftir að hann fór og sú sem er í móttökunni er að hugsa um að hringja til þess að kvarta yfir honum sem mér finnst sjálfsagt að gera.
Það rétta í stöðunni fyrir þennan mann ef hann vill ná starfsfólki í fyrirtækjum er að hringja á undan sér til þess að athuga hvort það sé í lagi að hann komi og reyni að koma á fund þar sem flest allt starfsfólk er á svo hann geti nú kynnt þetta.

Eða er það ekki?

Linda sem er pirruð yfir dónaskap

0 Mjálm: