BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, október 31, 2002

Vinna

Er núna í vinnunni, merkilegt að yfirleitt þá svo nenni ég svo ekki í vinnuna þá er þetta allt í lagi þegar ég er loksins komin! Var líka einstaklega heppin að Birgir keyrði mig í vinnuna í kvöld þannig að ég slapp við að ganga hingað þarf því bara að ganga heim. Það er líka skárra því þá er ég að fara heim en ekki í vinnu ;-) Takk Birgir fyrir farið.

Annars var hann að fá annað ljósmyndaraverkefni en hann er að fara að taka tískuljósmyndir fyrir tímaritið Mood!

Hvað hef ég meira að segja, var lengi í odda í tölvunni á samt enn eftir að koma einhverju niður á blað! Skrýtið verkefni! Ætla samt fyrst að horfa á sex in the city þegar ég kem heim.
Ég er búin að vera í vandræðum með nammidagana eftir að ég kom heim frá Chicago, því það virðist vera að allir dagar séu nammidagar, ekki gott. Verð að fara að taka mig á í þessum málum. Þegar ég gekk heim í gær úr vinnunni kom ég við í 10-11 og missti pínku stjórn á mér við innkaupin. Ekkert alvarlega en var samt að kaupa smá óþarfa eins og jarðaber, keypti kók og doritos flögur.

að missa stjórn...

0 Mjálm: