Þrif!
Ótrúlegt en satt þá þreif ég heima hjá mér í gær þannig að fólki er óhætt að kíkja í heimsókn núna næstu daga meðan hreint er ;-), á líka sameigninga þessa viku þannig að ómöglegt að hafa sameignina hreina en allt skítugt hjá mér. Gerði tvær tilraunir til þess að fara í Krísuvík um helgina til þess að fara í vettvangsferð sem ég missti af þegar ég var í Chicago, en ég er svoddans auli þannig að mér varð lítið úr verki :-( reyndar held ég að betra hefði verið hefðum við farið tvær eða álika. Gat þó notað aðeins GPS tækið sem ég var með til þess að taka staðsetningar á nokkrum stöðum og núna er alveg áhugi á því að eignast slíkt tæki. Veit þó alveg ekki til hvers en kannski er það bara svona trend sem tilvonandi landfræðingur og sem landvörður verður að eignast. Verður maður þá ekki að eignast slíkt tæki hehehe. Held reyndar að þau séu frekar dýr þannig að það mun bíða í lengri lengri tíma.
Það var svona hálf partinn skorað á mig að skrifa ferðasöguna til Chicago hérna inn en ég veit ekki hvort ég geri það alveg. Sett kannski frekar það sem kom mér á óvart og hvað mér líkaði ekki og þess háttar heldur en eiginlega ferðasögu því ég var búin að skrifa eitthvað um það sem ég gerði úti.
Afmæli!
Óskar hennar Bellu á þrítugsafmæli í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með daginn :) en saumaklúbburinn var í afmæli hjá honum á laugardagskvöldið!
með allt á hreinu.....
mánudagur, nóvember 04, 2002
Birt af Linda Björk kl. 20:42
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli