BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Dugleg

Ég er búin að vera alveg ágætlega dugleg í nammibindindinu núna í þessari viku. Reyndar kom einn svindldagur í gær þar sem það var saumaklúbbur en þá er allt í lagi að fá sér það sem er á boðstólnum eða það finnst mér. Enda er þessi svindldagur bara einu sinni í mánuði. Að sjálfsögðu var mjög gaman í saumaklúbbnum í gær, alltaf gaman að hitta stelpurnar. Ég er hins vegar búin að komast að því að ég er unglingurinn í hópnum og vinkonur mínar eru að eldast ;-) flest allar að taka pillur við hinu og þessu........... sussum svei. Segir bara hversu ung ég er, hugsa að ég sé ekkert á sama aldri og þær. Er ég í afneitun? Kannski.....

Afmæli
Hann Birgir á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið Birgir, vonandi nýtur þú dagsins og hádegismatarins. Við erum að fara í afmælishádegisverð saman, hann fær að velja staðinn. Vona samt að það verði ekki Mcdonalds, ótrúlegt hvað hann er hrifinn af þessum stað. Búin að komast að því að Mcdonalds er mikið betri í útlöndum heldur en hér heima. Ekki veit ég þó hvers vegna. Reyndar er betra gosið hérna heldur en úti :)

hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag........

0 Mjálm: