BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, október 05, 2002

Seinheppin

Í gær fór ég í vísindaferð og þegar ég var á leiðinni upp í skóla í sandölunum mínum þá þurfti teygjan á einum skónum endilega að slitna :( þannig að þegar ég var komin upp í jarðfræðihús þá var ég svo heppin að eins stelpa var með nál og tvinna í veskinu sínu þannig að ég fór að sauma skóinn, en til að vera alveg vissar um að þetta mundi nú örugglega haldast þá heftuðum við skóinn einnig nokkrum sinnum.
Vísindaferðin var svoldið óvenjuleg þar sem við vorum á rúntinum í rútu um Reykjavík. Krökkunum var færður bjór þegar við komum upp í Breiðholt en ekki var boðið upp á gos
:( Í þessari vísindaferð og á innan við klukkutíma þá ókum vð framhjá þremur árekstrum sem allir voru óvenjulegir. Sá fyrsti var hjá Sprenigsandi en þar var bíl á hliðinn hjá ljósunum og skil ég ekekrt í því hvernig það gat gerst. Sá næsti var í brekkunni þegar maður keyrir upp í efra Breiðholt framhjá Staldrinu og þar. Hjá ljósunum upp í brekkunni en þar var jeppi sem hafði sennilegast farið á öfugan vegarhelming og lent í veghandriðinu sem er þar og var næstum því farinn fram af. Þriðji áreksturinn var á Sæbrautinni en sýndist mér einnig að bíl hafði farið á hliðina á miðri Sæbraut.
Þessi mjög svo óvenjulega vísindaferð var einungis um klukkutíma löng þannig að við vorum komin niður í bæ um sexleytið öll alveg hræðilega svöng. Þannig að við skunduðum á Pizza 67 til þess að fá okkur að borða enda allt of snemma að fara á Astró. Hins vegar vorum við komin á Astró um sjöleytið og var staðurinn svo til fullur um átta leytið. Margar vísindaferðir greinilega þennan föstudag. Þarna var samankomin verkfræðin og einnig held ég að læknisfræðin hafi verið þarna ásamt okkur. Svoldið fyndið að fylgjast með fólkinu úr hinum ýmsum deildum, finnst við klæða okkur á svo sitthvoran mátta :) maður gæti nánast greint út hverjir eru í hvaða deild allt út frá klæðaburði. Annars á venjulegum degi í Odda þá getur maður séð viðskiptafræðinema út frá öðrum nemum.

Ég og minn félagsskapur rölti síðan yfir á Gaukinn til að athuga hvað kostaði inn en ákváðum að fara ekki inn, þá ákvað ég að halda annað og var næsti viðkomustaður minn Breiðholtið þar sem ég kíkti til pabba að spila. Vægast sagt gekk ekkert of vel, búin að sjá það líka að ég er slow á bjölluna!

4 dagar í Chicago

0 Mjálm: