BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, október 04, 2002

Ótrúleg!

Ég er ótrúleg, var að muna eftir enn einu sem ég hef ætlað að skrifa um en það er Rauði krossinn. Á morgun er átakið gengið til góðst og undanfarið hafa verið auglýsingar í sjónvarpinu þar sem þetta er auglýst. Mér finnst þessar auglýsingar alveg brilliant og það er mikið af andstæðum pólum sem er sett fram þarna. Þessar auglýsingar finnst mér lýsa Rauða krossinum á mjög góðan hátt.
Ég var 18 ára þegar ég byrjaði sem sjálfboðaliði í Rauða krossinum en hefði eflaust byrjað fyrr ef ég hefði vitað af þessu fyrr. Náttúrulega hafði maður heyrt Rauði krossinn hér og þar í hjálparstörfum en ekki af vinnu sem þeir eru með hér heima. Rauði krossinn er nefnilega með góðan boðskap sem höfðar alveg rosalega til mín, reyndar hefur það gerst núna að ég er eiginlega dottin úr félagsskapnum fyrr allöngu síðan en ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að fara að því að tengjast honum aftur því þetta er eitthvað sem ég vil ekki missa. Mannúðin er í hávegum höfð hjá Rauða krossinum og það er helsta sem höfðar til mín og einnig það að það skiptir ekki máli hverjum er hjálpað það er að segja hvaða litur er á hörundinu, hverjar trúar o.s.frv.

0 Mjálm: