BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Það líður...

Jamm tíminn líður alveg ótrúlega hratt. Hélt einmitt að mundi ekkert líða þessir 3 mánðuri sem ég átti eftir í vinnunni þegar ég sagði upp. En núna er einungis einn mánuður eftir og tveir búnir. Finnst eins og það hafi næstum því bara verið í seinustu viku sem ég sagði upp. Ótrúlegt alveg hreint.
Er ein og hálf vika eftir í vinnu nr. 2 og 4 vikur í vinnu nr. 1

Sem er bara ótrúlega fínt - það versta er að það sem var orðið alveg ákveðið er í upplausn og enn ekkert í sjónmáli hvað verður gert á nýju ári!
Það er ekkert að pirra mig neitt óheyrilega en vil samt fá hlutina á hreint og hætta að vera í þessari óvissu (sem nb er ekki slæm óvissa). Langar bara að fá á hreint hvað ég geri í janúar. Því eins og er þegar allt er í biðstöðu þá get ég ekki mikið gert. Jú gæti lesið meira um Kína en vil það samt ekki ef ég skyldi síðan ekki fara... bleh.

oh well maður verður víst bara að lifa við þetta.

í biðstöðu

0 Mjálm: