BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, nóvember 07, 2005

Fyrirlestur

Hið árlega gestgjafamót var um helgina í vinnunni. Var mjög fínt og alltaf gaman að sjá fólkið sem maður er í samskiptum við út á landi.

Nema Jón Gnarr var með fyrirlestur sem var hinn fínasti um viðskiptavininn. Svo tók hann sögu sem að ég held var í kristilegu samhengi en þrátt fyrir það var sagan hin fínasta og ákvað að segja hana hér...

Það var eitt sinn maður sem bað til guðs að þegar hann svæfi um nóttina að sýna sér muninn á himnaríki og helvíti.

Um nóttina birtist engill sem tók hann í burtu og fór með hann í herbergi þar sem var fullt af fólki. Fólkið inn í herberginu var mjög vansælt og óhamingjusamt, var vannært o.s.frv. Í miðju herbergisins var pottur sem kraumaði á eldi. Fólkið var í kringum pottinn og með stórar skeiðar. Það tók skeiðina og setti í pottinn - nema þegar það ætlaði að setja skeiðina upp að munninum þá tókst það ekki því skeiðin var svo stór að þau hittu ekki.
Þetta var helvíti.

Engillinn fór með manninn í annað herbergi - þar einnig var fullt af fólki nema þar réð hamingjan ríkjum og fólkið var vel nært. Í miðju herbergisins var pottur sem kraumaði á eldi og fólkið með jafn stóra skeiðar og í hinu herberginu. Maðurinn spurði hvort þetta væri himnaríki en þetta væri alveg nákvæmlega eins og í hinu herberginu.
Engillinn sagði honum þá að fylgjast með fólkinu.
Í stað þess að fólkið reyndi að koma skeiðunum upp í sig sjálft þá mataði það hvert annað - þannig að allir fengu næringu. Þarna var enginn að hugsa eingöngu um sjálfan sig heldur var hjálpast að...


Fannst þetta flott saga og eiga vel við - sérstaklega í því þjóðfélagi sem við búum við í dag þar sem allir eru að reyna að maka sinn krók (skeið) nógu vel.

Eða hvað? Hvað finnst þér?

getur þú svarað?

0 Mjálm: