Kalt
Það er hrikalega kalt hérna í vinnu nr. 2 - við erum að tala um það að úlpan er á lærunum, húfan á hausnum og vettlingar á höndum. Rétt svo tek vettlinga af til þess að hringja og pikka á lyklaborðið ef þess þarf.
Þrátt fyrir að vera þekkt kuldaskræfa þá er ég ekki sú eina - því fleiri sitja hérna í úlpunum sínum. Kannski ekki margir með húfur... en í úlpum.
urr - hætti kannski ef tennurnar fara að skjálfa þannig að viðskiptavinurinn skilji mig ekki!
brrrr
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Birt af Linda Björk kl. 19:43
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli