BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Valentínusardagur

Er þessi dagur hættur að tröllríða öllu hérna? Ég hef sem betur fer ekki orðið mikið vör við auglýsingar og annað fyrir þennan dag kannski vegna þess að ég hlusta ekki roslalega mikið á útvarp hef reyndar tekið eftir þessum valentínusarkortum á einhverjum bensínstöðvum. Þessi dagur fer afskaplega mikið í taugarnar á mér, nei það er ekki að því að ég geti ekki unnt einhverjum öðrum að vera ástfangin heldur að þetta æði er að koma frá Bandaríkjunum og reyna að troðast inn í íslenskan veruleika sem mér finnst bara alls ekki eiga heima hér. Við höfum bóndadag og konudag og ef elskendur vilja gefa hvort öðru einhverja gjöf þá eiga þau ekki að þurfa að hafa einhvern sérstakan elskendadag til þess. Hvað kemur næst hjá okkur? Förum við kannski og höfum Martin Luther King dag eða Kólumbusardag.

íslenskt já takk

0 Mjálm: